STUTT Í ALLA ÞJÓNUSTU
Verslanir, kaffihús, dýragarð, útivist, golf,veiði og margir markverðir staðir.

Verslun og kaffihús

Minniborg þar er lítil verslun, bensínstöð og hægt að fá flest allar vörur, ís og pylsur. Einnig er starfrækt kaffihús þar á sumrin í endurgerðu Gömlu félagsheimili.
Þrastarlundur er ekki langt frá 12 min keyrsla eða við Sogið þar sem rekinn er matsölustaður og kaffihús.

Sundstaðir
Sundlaug er á Laugarvatni 12 km, Aratungu 15km og Selfossi 27 km. Einnig eru margir markverðir staðir í nágrenninu sem og útivistarsvæði.


Dýragarður
Dýragarður er rekinn á Slakka við Laugarrás ca 15km fjarðlægð frá Svínavatni en þar er hægt að sjá ýmis heimilisdýr sem og geitur, kanínur og fl
. skemmtilegt fyrir Börnin.

Markverðir staðir
Gullfoss, Geysir, Kerið, Þingvellir eru allt staðir sem eru 10-45 min keyrslu frá Sumarhúsabyggðinni.


Veiði, útivist og golf
Margir veiðistaðir eru í nágrenninu sem dæmi: Svínavatn, Stangalækur, Apavatn, Brúará, Sogið, Þingvallavatn. Golfvellir í næsta nágrenni eru að Öndverðanesi 15 km og Kiðjabergi 12km. Nokkur fjöll eru í sveitinni sem gaman er að ganga á og ber þar helst að nefna Mosfell, Búrfell sem og Laugarvatnsfjall við Laugarvatn.